Wednesday, December 3, 2008

Sumum hugmyndum ætti maður ekki að koma á framfæri

Góðan & blessaðan daginn ágætu lesendur,mig langar svolítið að koma á framfæri alveg helvíti góðri hugmynd. Við munum öll eftir barnabókunum sem við ólumst upp við ! við munum eftir sögunum um "Einar Áskell" , "Barbapabba" , "Tinna bókunum" , "Ronja ræningjardóttur" , "Dagbók Berts", Múmínálfarnir" , "Lukku láki" svo einhverjir séu nefndir.... En hvað ef við tækjum þessar barna sögur og snéru dæminu við og settum þær upp fyrir fullorna ? Ég held að það myndi koma helvíti vel út, og ég er meira segja kominn með nokkur nöfn á þessar bækur. Þannig að ég vil deila með ykkur lesendur góðir tittlana á þessum bókum.

1. Rasskelltu mig aftur Einar Áskell (átakssaga ungs dreng sem finnur sig & kemur útúr skápnum )

2. Morðin í Múmínlandi ( hörku spennandi sakamála saga um morðin sem komu öllum í opna skjöldu - rannsóknarmaðurinn Múmínsnáði reynir að komast að sannleikanum,en ekkert er eins og það sýnist)

3. Ronja rænir banka ( óbeint framhald hinnar geysivinsælu Ronja Ræningjardóttur)

4. Bert og heroíngellurnar ( Nú er Bert kominn á unglingsárin og fluttur til stórborgarinnar,þar kynnist hann ýmsum skrautlegum persónum og um leið sekkur hann í veröld sem enginn vill kynnast)

5. Lísa tekur Undraland ( hérna fylgjumst við með henni Lísu sem hefur enn ekki jafnað sig síðan Lísa í undralandi. hérna snýr Lísa aftur til undralands og hefur með sér eitthvað illt í farateskinu)

6. Tinni í tælandi ( Í þessari sögu fylgjumst við með Tinna,Kobba og kafteininum í öðruvísi ævintýrum en við höfum upplifað)

7. Tinni & kvennkyns-karlmennirnir (Hérna kemur sjálfsstætt framhald hinnar geysivinsælu Tinni í tælandi. Síðast þegar við skildum við aðalperónurnar þá kom óvænt leyndarmál í ljós. og þessari kemur upp ótrúlegt plott sem fær alla til gapa af undrun)

8. hipphopp Barbabrella ( Barbapabbi kemst að því að elsti sonur Barbavænn á sér skuggahlið sem engin gat gert sér greinfyrir)

9. Eyðnistrumpur kemur heim ( Þegar hégóma-strumpur kemur aftur í heim í þorpið sitt kemst hann að ung og falleg strympa hefur bæst í hópinn,hann leggur þegar af stað til að vinna hjarta hennar en þegar þú ert bara einn af 99 strumpum þá er voðin vís,átaka saga sem er ekki fyrir viðkvæma)

Þá hafið þið það, þetta er sem sagt búið að vera gruflast í hausnum á mér þessi hugmynd og svo er bara bíða og sjá hvað verður úr henni.....

þannig að þangað til seinna bið ég að heylsa ykkur í bili.. Lifið heil og leyfið huganum ykkar að reika öðru hverju......