Góðan & blessaðan daginn ágætu lesendur,mig langar svolítið að koma á framfæri alveg helvíti góðri hugmynd. Við munum öll eftir barnabókunum sem við ólumst upp við ! við munum eftir sögunum um "Einar Áskell" , "Barbapabba" , "Tinna bókunum" , "Ronja ræningjardóttur" , "Dagbók Berts", Múmínálfarnir" , "Lukku láki" svo einhverjir séu nefndir.... En hvað ef við tækjum þessar barna sögur og snéru dæminu við og settum þær upp fyrir fullorna ? Ég held að það myndi koma helvíti vel út, og ég er meira segja kominn með nokkur nöfn á þessar bækur. Þannig að ég vil deila með ykkur lesendur góðir tittlana á þessum bókum.
1. Rasskelltu mig aftur Einar Áskell (átakssaga ungs dreng sem finnur sig & kemur útúr skápnum )
2. Morðin í Múmínlandi ( hörku spennandi sakamála saga um morðin sem komu öllum í opna skjöldu - rannsóknarmaðurinn Múmínsnáði reynir að komast að sannleikanum,en ekkert er eins og það sýnist)
3. Ronja rænir banka ( óbeint framhald hinnar geysivinsælu Ronja Ræningjardóttur)
4. Bert og heroíngellurnar ( Nú er Bert kominn á unglingsárin og fluttur til stórborgarinnar,þar kynnist hann ýmsum skrautlegum persónum og um leið sekkur hann í veröld sem enginn vill kynnast)
5. Lísa tekur Undraland ( hérna fylgjumst við með henni Lísu sem hefur enn ekki jafnað sig síðan Lísa í undralandi. hérna snýr Lísa aftur til undralands og hefur með sér eitthvað illt í farateskinu)
6. Tinni í tælandi ( Í þessari sögu fylgjumst við með Tinna,Kobba og kafteininum í öðruvísi ævintýrum en við höfum upplifað)
7. Tinni & kvennkyns-karlmennirnir (Hérna kemur sjálfsstætt framhald hinnar geysivinsælu Tinni í tælandi. Síðast þegar við skildum við aðalperónurnar þá kom óvænt leyndarmál í ljós. og þessari kemur upp ótrúlegt plott sem fær alla til gapa af undrun)
8. hipphopp Barbabrella ( Barbapabbi kemst að því að elsti sonur Barbavænn á sér skuggahlið sem engin gat gert sér greinfyrir)
9. Eyðnistrumpur kemur heim ( Þegar hégóma-strumpur kemur aftur í heim í þorpið sitt kemst hann að ung og falleg strympa hefur bæst í hópinn,hann leggur þegar af stað til að vinna hjarta hennar en þegar þú ert bara einn af 99 strumpum þá er voðin vís,átaka saga sem er ekki fyrir viðkvæma)
Þá hafið þið það, þetta er sem sagt búið að vera gruflast í hausnum á mér þessi hugmynd og svo er bara bíða og sjá hvað verður úr henni.....
þannig að þangað til seinna bið ég að heylsa ykkur í bili.. Lifið heil og leyfið huganum ykkar að reika öðru hverju......
Wednesday, December 3, 2008
Thursday, November 27, 2008
Wednesday, November 26, 2008
Að skyggnast inní heim gæludýranna (Hugleiðing)
Nú vitum við almennt hvernig sum dýr tjá sig á mismunadi hátt og þau eru ólík. Flest vitum við hvernig dýr nota hreifingar til að ganga í augun á hinu kyninu, en hvað ef þau væri einmanna eða bara einfaldlega þunglind..... (Hugleiðingin kemur hér ) - Ég var lítil sæt gjöf sem missti tilgang sinn. Ég sat yfirgefinn í búri útí garði og var svo sleppt á endanum, en trúið mér - það var sko enginn dans á rósum að vera PÁSKAHÉRI........... Nú spyr ég , ætli gæludýr séu jafn þungt hugsin og við mannverurnar eigum til að vera... og ætli þær missi allan tilgangin í lífinu ef við hættum að sinna þeim ????? Við vitum að sum dýr hafa snúist gegn húsbónda sínum og snúið vörn í sókn, en það væri KLIKKUÐ sjón að sjá ef Páskahéri myndi snúa vörn í sókn. En ef það myndi gerast ætli það myndi gefa skít í okkur mannfólkið ??? og bara til að hjálpa ykkur lesendur góðir þá ætla ég að myndskreita þessa hugleðingu fyrir ykkur :D
Þannig að þangað til næst........
Tuesday, November 25, 2008
Hugarástand eða geðveiki ??
Jæja lesendur góðir,þá er karlinn farinn að blogga á ný eða þar að segja ef blogg mætti kalla..Ég ætla að leyfa ykkur að skyggnast inní mína breingluðu veröld hugsana og pælinga. Ætla reyna að vera með allavega nokkra pistla og pælingar í hverri viku !! Ég vil samt benda lesendunum mínum á það að það sem birtist hérna á þessari síðu gæti sært blygðunarkennd hjá sumum og aðrir jafnvel haldið að minn væri endanlega búinn að missa vitið :D Þannig að búið ykkur undir HUGARÁSTND & GEÐVEIKI og EKKI vera feimin að commenta eða tjá skoðun ykkar á málefnunum sem hér eiga eftir að birtast.....svo má ekki gleyma spakmælunum sem ég ætla að reyna að setja inn daglega..
Þannig að ég þakka fyrir mig í bili :D :D
Þannig að ég þakka fyrir mig í bili :D :D
Subscribe to:
Posts (Atom)